Sláturhúsið – Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs
03.09.-21.11.2022
Two person show with Þórdís Jóhannesdóttir
Exhibition text by Brynja Sveinsdóttir
Photos by Helgi Vignir Bragason

The exhibition Shift contains works by Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and Þórdís Jóhannesdóttir, based on the history of Sláturhúsið. It intertwines the history and setting of the slaughtering and our ideas of perception, how we remember the past, and our efforts to create a system from our environment. Hnikun marks the reopening of Sláturhúsið, following extensive renovations that are meant to further strengthen the building’s role as a cultural centre. The title of the exhibition references how one thing shifts another – a transformation in society and activity.

The works of Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir are based on methods, vocabulary and systems surrounding sheep farming. The work Obituaries is a series of textworks, displaying words from interviews with former employees in the slaughterhouse. Fyrirrista, liðléttingar, fláningsmaður, rotklefi, strjúpi (gutting knife, flayer, knock[1]out room, headless neck) – fragments from the slaughtering world are printed on architectural paper, layered to make parts of the text less visible. Some of the words, their meanings and connections are clear, some less so, like fragments of memory, hard to recall. The work shows us a reflection of the past and the activity that used to take place here. The work Flow also shows the time, in the form of the perpetual movement that characterised the process. It consists of painted cotton threads, in constant motor-driven motion, and echoes a processing belt that runs endlessly. The movement is accompanied by a steady droning which can be soothing or overwhelming – depending on how we perceive the work.

Press here for exhibition text in full length

//

Á sýningunni Hnikun birtast okkur verk eftir Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísi Jóhannesdóttur, sem unnin eru út frá sögu Sláturhússins. Á sýningunni tvinnast saga og umgjörð slátrunar saman við hugmyndir um hvernig við skynjum, hvernig við minnumst þess liðna og viðleitni okkar til að skapa kerfi úr umhverfi okkar. Hnikun markar enduropnun Sláturhússins eftir umfangsmiklar umbætur til að styðja við hlutverk hússins sem menningarmiðstöð. Titill sýningarinnar vísar í hvernig eitt hnikar öðru til – umbreytingu í samfélagi og starfsemi.

Verk Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur byggja á þeim aðferðum, orðfæri og kerfum sem umlykja sauðfjárrækt. Verkið Minningarorð er röð textaverka sem birta orð úr viðtölum við fyrrum starfsmenn Sláturhússins. Fyrirrista, liðléttingar, fláningsmaður, rotklefi, strjúpi – glefsur úr heimi slátrunar eru prentaðar á arkitektapappír sem lagður er í nokkrum lögum svo textinn verður missýnilegur. Orðin, merking þeirra og tengingar verða misljós líkt og minningabrot sem erfitt er að henda reiður á. Í verkinu sjáum við endurspeglun liðins tíma og þess vinnuflæðis sem átti sér stað í rýminu áður fyrr. Verkið Flæði birtir okkur einnig tímann í formi þeirrar sífelldu hreyfingar sem vinnslunni fylgir. Verkið samanstendur af máluðum bómullarþráðum sem hreyfast viðstöðulaust í mótorum og kallast á við vinnslulínu sem heldur áfram í endaleysu. Hreyfingunni fylgir stöðugur niður sem getur verið yfirþyrmandi eða róandi – allt eftir okkar aðkomu að verkinu.

Sýningartexti í fullri lengd hér