Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (b. 1976) is a visual artist based in Iceland. Ingunn Fjóla graduated with an MA degree in Fine Art from the Iceland University of the Arts in 2017 and a BA degree in Fine Art from the same institution in 2007. She also holds a BA degree in Art History from the University of Aarhus, received in 2002.

Ingunn Fjóla works mainly in painting and installation. Her practice draws on the history of minimalism and abstract painting, by adding interactive elements or direct participation, Ingunn Fjóla extends the field of painting into an open system in which the work is animated by the viewer and the space.

Ingunn Fjóla’s work has been exhibited widely in galleries and museums in Iceland, including The National Gallery of Iceland, Reykjavík Art Museum, and Hafnarborg, the Hafnarfjörður Centre of Culture and Fine Art. Ingunn Fjóla has participated in several group exhibitions internationally including the Prague Biennale 5, Cluj Museum, Rumenia and Kunstverein Springhornhof, Germany.

Further reading

//

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (1976) útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2007. Hún er einnig með BA gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002.

Ingunn Fjóla vinnur aðallega málverk og innsetningar. Í listsköpun sinni styðst hún gjarnan við sögu naumhyggjunnar og abstraktmálverksins. Hún beitir oft gagnvirkum þáttum eða beinni þátttöku og teygir þannig svið málverksins inn í opið kerfi þar sem verkið lifnar við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins.

Verk Ingunnar hafa verið sýnd víða í galleríum og söfnum á Íslandi, þar á meðal í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og í Hafnarborg. Ingunn hefur einnig tekið þátt í sýningum erlendis, má þá m.a. nefna tvíæringinn Prag 5 í Tékklandi, Cluj safnið í Rumeníu og Kunstverein Springhornhof í Þýskalandi.