Listval
17.02-11.03.2023
In Ingunn Fjóla´´´´s exhibition Resonance, she explores the boundaries between painting and weaving, as the works become a meditation and an attempt to capture the unstable state of color.´
Colors appear in different ways in the works and influence each other. Pigments are either woven into the material or painted upon surfaces on the side and edges of the frame. Swathes of color are projected from the frame onto the wall behind and register in different ways depending on the lighting conditions and interaction with other colors. The works in the exhibition evoke an individual and unique sensory experience for the viewer.
Ingunn Fjóla ponders how we perceive a work of art – is it the object itself or the experience of it which we perceive? Is color tangible or intangible – can it be touched? In a scientific context, colors are light waves of different wavelengths. We see colors due to properties of matter that emit waves which our eyes and brains perceive. But what meaning do we find and perceive within colors? The symbolic meaning of colors can change according to context, cultures and periods. For example, the color red can represent feelings of love or anger, or simply a stopping point, depending on the context in which it appears. Colors are relative, and we all find our own meaning in colors based on individual experience and perception.
//
Á sýningunni Endurvarp kannar Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir mörk málverks og vefnaðar, þar sem verkin verða hugleiðing og tilraun til að fanga óstöðugt ástand lita.
Litir birtast á mismunandi hátt í verkunum og hafa áhrif hver á annan. Liturinn er ýmist ofinn inn í efnið eða málaður á fleti sem vísa fram eða til hliðar. Litafletir varpast á vegginn og birtast á mismunandi hátt eftir birtuskilyrðum, samspili við aðra liti og augum þeirra sem horfa.
Ingunn Fjóla veltir fyrir sér hvernig við skynjum listaverk – er það hluturinn sjálfur eða upplifunin af honum sem við skynjum? Er litur áþreifanlegur eða óáþreifanlegur – er hægt að snerta hann? Eðlisfræðilega séð eru litir ljósbylgjur með mismunandi bylgjulengdir. Við sjáum liti vegna eiginleika efna sem varpa frá sér bylgjum sem augu okkar og heilar nema. En hvaða merkingu finnum við í litum? Táknræn merking lita getur breyst eftir samhengi, menningarheimum og tímabilum. Til dæmis getur rauður litur táknað ást eða reiði eða einfaldlega stopp, allt eftir samhenginu sem hann birtist í. Litir eru afstæðir, og við finnum öll okkar eigin merkingu í litum eftir upplifun og skynjun.












