[not equal to] / [ekki jafnt og]

Multis
28.08.-25.09.2021
Mjólkurstöðin, Snorrabraut
Edition 9 + 3AP

In her work [not equal to] Ingunn Fjóla reflects on the contradictory circumstances of our times. In the age of false news and information overload, it often proves difficult to distinguish truth from fiction, to separate what is generally believed to be true and correct from what is wrongly asserted. With a clear symbol, she reflects on how facts and truth seem to have become increasingly relative in recent decades.

//

Með verkinu [ekki jafnt og] veltir Ingunn Fjóla fyrir sér mótsagnakenndum aðstæðum samtímans. Á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu reynist oft erfitt að greina kjarnann frá hisminu, skilja það sem almennt er talið satt og rétt frá því sem ranglega er haldið fram. Á hverjum degi dynja á okkur fréttir af niðurstöðum nýrra rannsókna þar sem hugmyndum okkar er kollvarpað. Það getur verið eitthvað léttvægt eins og hvort sé hollt að drekka rauðvín eða kaffi, hvort sé betra að borða prótein eða kolvetni, hvort sé verra að drekka úr plastflöskum eða áldós eða eitthvað stærra og flóknara eins og hvort hlýnun jarðar sé í raun og veru að eiga sér stað. Þegar leitað er svara virðast oftast vera til vísindalegar rannsóknir sem geta sannað hvort heldur sem er. Það sem er sannað í dag er afsannað á morgun. Sannleikurinn rennur okkur stöðugt úr greipum.