PALEBRIGTH BEAMDEEP / FÖLBJARTUR SKÆRDJÚPUR
Listval Gallery
29.08.-21.09.2024

The work of Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir evolves around the manifestation of systems, their influence and how individuals produce and utilize them for their own benefit. The exhibition PALEBRIGHT BEAMDEEP is a colorful conversation between her woven paintings which are positioned systematically with the desired effect to trigger the viewer’s senses. The inherent duality of her work, the material and the essence, and the system and the sensory, form the main configurations within her artistic research, as she gestures towards the paradoxical, push pull, hues of human existence.

Colors have an element of magnetism, their effect and our understanding of them is equally individualistic, cultural and undoubtedly value laden. Where we sat across from each other in her studio, she told me how she selects and detects the colors and combinations. The correct selection induces a physical reaction in her, her mouth starts watering and she feels butterflies in her stomach. 

Exhibition text in full length

//

Í verkum sínum skoðar listakonan Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir gjarnan birtingarmyndir kerfa,  hvernig einstaklingurinn er undir áhrifum þeirra, en um leið mótar þau og virkjar í eigin þágu. Á sýningunni FÖLBJARTUR SKÆRDJÚPUR má sjá samtal litríkra, ofinna málverka sem eru í senn kerfisbundin og sett fram til að glæða skilningarvit áhorfandans. Þessi innbyggða tvíhyggja verkanna, efnis og anda, kerfis og skynjunar, marka endurtekið stef innan rannsóknarsviðs listakonunnar sem leikur sér gjarnan að því að skoða þá togstreitu og í raun þá þversögn sem einkennir blæbrigði mannlegrar tilveru.

Litir búa yfir ákveðnu aðdráttarafli, áhrif þeirra og skilningur okkar á þeim er í senn persónubundinn, menningarlegur og óneitanlega gildishlaðinn. Þar sem við sátum á móti hvor annarri á vinnustofunni hennar, lýsti Ingunn því hvernig hún velur liti og greinir samsetningu þeirra. Litavalið vekur upp líkamleg viðbrögð hjá listakonunni, hún fær vatn í munninn og fiðring í maganum þegar hún finnur ákjósanlega samsetningu.

Sýningartexti í fullri lengd