My hand, your hand / Mín hönd, þín hönd

hand, your hand is a three-dimensional painting made especially for MULTIS in a limited edition of five. For each piece, Ingunn Fjóla provides a hand painted wooden frame along with instructions that the owner follows, and thus completes the work at home. Ingunn Fjóla’s practice often employs acrylic paint, threads and wood in a way that breaks up and challenges the flat, two-dimensional surface of painting. A yellow square, painted by the owner of the work, serves as a background which stretches the artwork into the space of its future placement. With each edition comes a sheet of transparent paper accompanied by directions to fold it. By leaving some variables to the owner, Ingunn Fjóla allows space for personal interpretation, decision-making and collaboration, making each piece of the edition unique.

Mín hönd, þín hönd er þrívítt málverk framleitt í takmörkuðu upplagi fyrir MULTIS. Með hverju verki leggur Ingunn Fjóla til handmálaðan viðarramma ásamt fyrirmælum sem eigendur verkanna fylgja og fullgera þannig verkin sjálfir. Eins og í mörgum fyrri verkum notar Ingunn Fjóla akrýlmálningu, bómullarþráð og tré sem efnivið til að brjóta upp flatan, tvívíðan heim málverksins. Gulur ferningur, sem eigandinn málar sjálfur, þjónar hlutverki bakgrunns og teygir þannig verkið inn í rýmið sem það er sett upp í. Með hverju eintaki fylgir örk af gagnsæjum pappír ásamt leiðbeiningum um hvernig brjóta eigi pappírinn. Með fyrirmælunum reiðir Ingunn Fjóla sig á samvinnu við eigendur verkanna, en skilur jafnframt eftir rými fyrir persónulega túlkun og ákvarðanatöku þeirra, sem gerir hvert eintak fjölfeldisins einstakt.

Acrylic paint, cotton, wood, paper
49.5 x 49.5 x 5 cm
Edition of 5

Sold at multis.is

Ingunn_multis_3

Ingunn_multis_2