GJÓSKULAGABLOKKIR
Hönnuður Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
(Scroll down for English)
Gjóskulagablokkir eru litlar minnisblokkir sem, eins og nöfnin Hekla, Katla og Eyjafjallajökull gefa til kynna, hafa beinar tilvísanir í gjóskulög þekktra eldfjalla á Íslandi. Ein blokkin, Reykjavík, sker sig úr þar sem hún sýnir gjóskulög af mismunandi uppruna sem eiga það sammerkt að þau má öll finna á Stór-Reykjarvíkursvæðinu. Blokkirnar spanna allar sama tímabilið, frá landnámi til nútíma.
Gjóskulög má finna víða á Íslandi, en þau eru ásamt rituðum heimildum um eldgos, verkfæri sem nýtast við aldursgreiningu fornleifa. Gjóskulagablokkunum er ekki ætlað að vera vísindalega nákvæm mynd af gjóskulögum, heldur listræn útfærsla á jarðfræðilegum upplýsingum. Í þeim blokkum sem nefndar eru eftir eldfjöllum hefur gjóskulögum hverrar eldstöðvar verið raðað saman í eina blokk. Gjóskulögin eru táknuð með gráum eða svörtum lit og er ártal gossins prentað á efsta blaðið í hverju lagi. Fjöldi jarðlituðu blaðanna á milli gjóskulaga ákvarðast af þeim árafjölda sem leið á milli gosa. Ólíkt því sem gerist við hringrás lífsins er tímaásinn í gjóskulagablokkunum nokkuð nákvæmur þar sem hver sentimeter táknar 200 ár.
Gjóskulagablokkirnar eru nothæfar sem minnisblokkir, en einnig má líta á þær sem litla pappírsskúlptúra hlaðna upplýsingagildi.
VOLCANIC ASH NOTEPADS
Designed by Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
“Volcanic Ash Notepads” are small paper notepads which symbolize volcanic ash layers, or tephra, originating from well known volcanoes in Iceland: “Hekla”, “Katla” and “Eyjafjallajökull”. One type of notepad, “Reykjavík”, shows tephra that can be found in the Greater Reykjavík Area originating from different volcanoes. All of the notepads cover the time period from the settlement of Iceland to modern times.
Tephra layers can be widely found in Iceland, and play an important role in the dating of archaeological findings. “Volcanic Ash Notepads”, an artistic interpretation of tephra layers, are as such not intended to give a scientifically accurate image of this geological phenomenon. The grey and black colours represent tephra layers, having the year of the eruption printed on the first sheet in each layer. The number of earth-coloured pages between the dark sheets is determined by the number of years that passed between each eruption, making the time axis in the notepads quite regular as one centimeter represents 200 years, unlike the irregular pattern created by Nature.
“Volcanic Ash Notepads” can be used as regular notepads, or can be seen as small sculptures with informative value.